Riffilbraut.

Riffilskýli.

Öryggisreglur eru einfaldar: þegar byssur eru ekki í notkun skulu þær vera opnar og óhlaðnar. Aldrei má beina hlaupi að öðru en viðurkenndu skotmarki.

Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér.

Þegar komið er að eða frá skotsvæði skal hafa byssur í þar til gerðum umbúðum.Heimilt er að fara með óvarin vopn frá vallarhúsi í riffilskýli,þó skulu skammbyssur ávallt vera í umbúðum..

Ávallt skal umgangast byssur eins og þær væru hlaðnar.

Byssur skulu ávallt vera í rekka þar til  æfingar hefjast.

Skyttum ber að nota viðeigandi persónuhlífar

Séu fleiri en einn við æfingar skulu menn koma sér saman um skotstjóra sem stýrir æfingunni.

Ekki skal hlaða byssu fyrr en búið er að beina hlaupi í skotstefnu vallarins og ganga úr skugga um það sé enginn í brautinni.

Séu aðrir en skyttur í skýlinu ber þeim að vera aftan við grænu línuna og sýna háttvísi í umgengni.

Áður en farið er að skotmarki skal skotstjóri ganga úr skugga um það að allir séu hættir að skjóta og byssur  standi opnar og óhlaðnar á borðunum. ÖLL meðferð á byssum er BÖNNUÐ meðan fólk er í brautinni.

Aðeins má skjóta í  skotstefnu vallarins á viðurkennd skotmörk á fyrir fram ákveðnum  skotbökkum. Bannað er að skjóta á sveiflur og shiloettur fyrir .22LR með byssum í öðrum kaliberum. Öll skotmörk í mannslíki, valda sóðaskap eða skapa hættu á endurkasti eru með ÖLLU BÖNNUÐ.

Aðeins er heimil notkun skráðra byssa á skotsvæðinu og skal handhafi byssu geta sýnt fram á skotvopnaleyfi sé þess óskað.

Leitast skal við að halda notkun á rifflum með hlaupbremsu (Muzzle Brake) í lágmarki  þegar aðrar skyttur eru í skýlinu.

Félagsmenn skulu geta framvísað félagsskýrteini sé farið fram á það.

Brot á reglum og eða umgengni geta varðað brottvísun af svæðinu.

Að æfingu lokinni:

Skal fjarlægja notaðar skotskífur af skotbökkum, tóm skothylki og annað rusl af borðum og gólfi. Ónotaðar markskífur, heftarar, rest og annar búnaður sett á sinn stað í skápum eða þar sem við á.

Umgengni lýsir innri manni !

Öryggisreglur sem ganga lengra í einstaka skotgrein skulu gilda á viðkomandi æfingu.  Einnig geta á ákveðnum lokuðum æfingum gilt aðrar reglur, sem eru þá kynntar þátttakendum hverju sinni.

Bankaupplýsingar

Nafn:

Skotfélagið Ósmann

Farsími:

Jón Pálma 858-9233 Erlingur 852-2506

Heimilisfang:

Háahlíð 12

Staðsetning:

550 Sauðárkrók

Kennitala:

500791-2099

Bankanúmer:

0310---26---001900
Flettingar í dag: 200
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 1006
Gestir í gær: 259
Samtals flettingar: 599348
Samtals gestir: 67992
Tölur uppfærðar: 30.10.2024 03:49:59