Haglavöllur.

   

Haglabyssuvöllur.

Öryggisreglur eru einfaldar:

þegar byssur eru ekki í notkun skulu þær  vera opnar og óhlaðnar. Aldrei má beina hlaupi að öðru en viðurkenndu skotmarki.

Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér.

  • Þegar komið er að eða frá skotsvæði skal hafa byssur í þar til gerðum umbúðum
  • Ávallt skal umgangast byssur eins og þær væru hlaðnar.
  • Skyttum ber að nota viðeigandi persónuhlífar.
  • Aðeins er heimilt að fara með byssur óvarðar á milli byssugeymslu/vallarhúss og skotstæðis.
  • Aðeins er heimilt að meðhöndla byssu á skotstæði.
  • Skotmaður skal hafa byssu opna ,meðhöndla hana eins og hún sé hlaðin og beina  hlaupi ávallt í viðurkennda skotstefnu.
  • Æfingastjóri heimilar skotmanni að taka sér stöðu með byssu, hlaða og skjóta.
  • Aðeins er heimilt að skjóta í viðurkennda skotstefnu á viðurkennd skotmörk.
  • Ef skoða þarf skotmark skal byssa vera opin og er óheimilt að meðhöndla hana á  meðan.
  • Þurfi maður að meðhöndla byssu utan skotstæðis, skal fá leyfi æfingastjóra.
  • Æfingastjóri stjórnar æfingum og ber ábyrgð á að reglum þessum sé og skal skotmaður hlýða settum æfingastjóra.
  • Öryggisreglur sem ganga lengra í einstaka skotgrein skulu gilda á viðkomandi æfingu.  Einnig geta    á ákveðnum lokuðum æfingum gilt aðrar reglur, sem eru þá kynntar þátttakendum hverju sinni.
  • Aðeins er heimil notkun skráðra byssa á skotsvæðinu, og skal handhafi byssu geta sýnt fram á skotvopnaleyfi sé þess óskað.
  • Félagsmenn skulu geta framvísað félagsskýrteini sé farið fram á það.
  • Brot á reglum og eða slæm umgengni geta varðað brottrekstri af skotsvæðinu.

Að æfingu lokinni:

 Tínið upp tóm skothylki og annað er við á.

Æfingarstjóri: Slekkur á vélum, lokar lúgum og gengur frá snúrum

Umgengni lýsir innri manni !

Bankaupplýsingar

Nafn:

Skotfélagið Ósmann

Farsími:

Jón Pálma 858-9233 Erlingur 852-2506

Heimilisfang:

Háahlíð 12

Staðsetning:

550 Sauðárkrók

Kennitala:

500791-2099

Bankanúmer:

0310---26---001900
Flettingar í dag: 780
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 1395
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 636697
Samtals gestir: 71142
Tölur uppfærðar: 6.12.2024 09:34:07