Hreindýraskotpróf 2024Samkvæmt breytingu á lögumnr.64/1994 um vernd,friðun og veiðar á viltum fuglum og spendýrum og reglugerð 424/2012 er veiðimönnum hreindýra og leiðsögumönnum þeirra skylt að standast verklegt skotpróf áður en haldið er til hreindýraveiða. Taka þarf prófið fyrir 1. Júlí ár hvert. Skotfélagið Ósmann verður með verklegt skotpróf á skotvelli félagsins á Reykjaströnd. Tímasetning.
7. júní frá kl. 18:00 til 21:00 9. júní frá kl. 10:00 til 13:00 Þeir sem vilja skrá sig í prófið geta haft samband við. Garðar í síma 8946206 eða netfangið [email protected] Prófið kostar 4.500 kr. samkvæmt verðskrá UST Þeir sem ætla að undirgangast prófið eru beðnir að kynna sér verklagsreglur próftöku.Sjá hér neðan við.
Aðrir dagar hafa samband 852-2506
Af gefnu tilefni til próftaka.Til að forðast allan misskilning þá eru eftirfarandi bein fyrirmæli um gjaldtöku til framkvæmdaraðila skotprófa frá Umhverfisstofnun og það er því ekki í okkar höndum að ákvarða um þetta eða veita afslætti frá gjaldskrá UST.
Séu menn ekki sáttir við þetta fyrirkomulag mælumst við til að viðkomandi tjái sig um það við UST en ekki við prófdómara skotfélagsins.
Skotfélagið Ósmann.
Til prófdómara og skotfélaga frá UST.
Varðandi gjaldið þá ber svolítið á önugheitum framkvæmdaraðila út í skilning Skotvís á innheimtu gjaldsins.
Skotvís er ekki aðili að framkvæmd skotprófana en hefur að því er virðist litið á skotprófið sem vettvang til þess að afla nýrra félaga. Skotvís hefur á heimasíðu sinni látið að því liggja að framkvæmdaraðilum skotprófa sé í sjálfsvald sett hvað þeir innheimta fyrir skotprófið og að gjaldskrá Umhverfisstofnunar sé hámarksgjald. Þetta er ekki rétt. Um er að ræða opinbera gjaldskrá. Ennfremur hefur Skotvís séð ástæðu til að vísa í samtöl við starfsmenn Umhverfisstofnunar þar sem látið er að því liggja að Umhverfisstofnun hafi staðfest þennan skilning Skotvís. Framsetning greinaskrifa Skotvís gefur tilefni til misskilnings um það hvernig framkvæmdaraðilum sé heimilt að haga sinni innheimtu. Rétt er að á fundum Umhverfisstofnunar og Skotvís kom fram að það kemur Umhverfisstofnun ekki við hvernig framkvæmdaraðilar ráðstafa sínu gjaldi. Ekki frekar en að það komi Umhverfisstofnun við hvernig undirritaður ráðstafar sínum launum. Undantekningarlaust skal hinsvegar innheimta gjaldið sem er ekki minna og ekki meira en kr. 4.500 og gefa út kvittun fyrir 4.500 kr sé þess krafist og ljóst er að ef framkvæmdaraðilar fara ekki eftir gjaldskrá Umhverfisstofnunar og gefa afslátt af skotprófinu er líklegt að endurskoða þurfi þetta fyrirkomulag og færa innheimtu gjaldsins í hendur Umhverfisstofnunar.
Til þess að fyrirbyggja allan misskiling þá eiga framkvæmdaraðilar undantekningalaust að innheimta kr. 4.500 fyrir hvert skotpróf.
Hvernig þessum tekjum er ráðstafað er einkamál hvers og eins. Það að flækja málið með loðnum og beinlínis röngum tilkynningum gerir engum gagn. Umhverfisstofnun hefur ekki borist kvörtun frá neinum af þeim 22 framkvæmdaraðilum sem hafa umsjón með prófinu varðandi þennan skilning á innheimtu gjaldsins. Einungis Skotvís. Ef Umhverfisstofnun berst ábending um að einhver framkvæmdaraðila sé ekki að innheimta samkvæmt gjaldskrá þarf að skoða málið.
Einar Guðmann Umhverfisstofnun Helstu verklagsreglur skotprófsinsHelstu atriði sem veiðimaður þarf að vita áður en haldið er í prófiðHér á eftir er umfjöllun um skotprófið sem varðar það helsta sem próftaki þarf að hafa í huga þegar haldið er í próf. Áður en haldið er í prófið þarftu að gera eftirfarandi:
Áður en prófið er tekið á staðnum þarftu að:
Um sjálft skotprófiðPrófdómarinn fer yfir helstu atriði varðandi framkvæmdina á prófinu við upphaf prófsins. Hafðu í huga að prófið hefur tvennan tilgang. Annar er sá að kanna hvort þú búir yfir þeirri hittni sem krafist er og hinn að kanna hvort þú kunnir að meðhöndla skotvopn á ábyrgan hátt. Leyfilegt er að nota öll þau hjálpartæki sem þykir eðlilegt að hafa meðferðis á veiðar s.s. bakpoka, veiðistól, skotstaf til stuðnings, ól sem fest er í handlegg eða tvífót. Áður en prófið hefst sýnirðu prófdómaranum þau hjálpartæki sem þú hyggst nota við prófið og hann hefur síðasta orðið um það hvort heimilt er að nota það sem þú sýnir honum. Þú mátt skjóta úr þeirri skotstellingu sem þú vilt en mátt ekki leggja riffilinn við fast undirlag. Afturskeftið má einungis snerta skyttuna, ekki jörðina eða annað fast undirlag. Skotstaðurinn er jörðin sjálf sem getur t.d. verið gras, möl eða annað undirlag og heimilt er að liggja á mottu ef þurfa þykir. Ekki er skotið sitjandi frá borði og þú átt að nota heyrnahlífar eða tappa. Ekki má nota sérstakan sjónauka til þess að skoða ákomu skota eftir að próf hefst. Skotið er á 100 m færi og þú átt að skjóta fimm skotum á innan við fimm mínútum. Öll skotin eiga að snerta eða hafna innan í hrings á skotskífunni sem er 14 sm að þvermáli. Prófið hefst á því að prófdómarinn segir þér frá helstu reglum sem gilda um framkvæmd prófsins og að hans ábendingu kemurðu þér fyrir á skotstaðnum og yfirgefur hann ekki nema hafa heimild frá prófdómaranum til þess. Prófdómarinn gefur þér merki þegar tímatakan hefst og þá fyrst máttu setja skot í skotgeyminn á rifflinum. Ef um lausann skotgeymi er að ræða máttu ekki setja skot í hann fyrr en tímatakan hefst. Hlaðinn skotgeymir telst hlaðið skotvopn. Ef eitthvað óvænt gerist eftir að tímataka hefst áttu möguleika á að leysa úr því ef það er innan tímamarkana. Ef það misferst að hlaða skotgeyminn rétt þarftu að leysa úr því innan tímamarkana. Ef skot hleypur ekki af þegar tekið er í gikkinn áttu undantekningalaust að gefa prófdómaranum merki og mátt ekki opna lásinn fyrr en 20 sek eru liðnar. Að þeim liðnum máttu opna lásinn og kanna orsökina. Próftíminn er ekki lengdur ef þú lendir í vandræðum með riffilinn. Tímatöku er hætt þegar þú ert búinn að skjóta fimmta skotinu. Ef þú ert búinn að stunda skotæfingar með rifflinum ætti ekkert óvænt að koma upp í prófinu. Hafðu í huga að prófinu er ekki lokið fyrr en þú ásamt prófdómaranum eruð búnir að sækja skotskífuna og ganga til baka yfir próflínuna. Þá fyrst mun prófdómarinn gefa þér til kynna að prófinu sé lokið og hvort þú hafir staðist eða ekki. Þú þarft ávallt að hafa í huga að prófið snýst bæði um hittni og öryggisreglur. Öryggisreglur skotprófsinsHægt er að falla á skotprófinu sé ekki farið nákvæmlega eftir öryggisreglum. Hluti af því er að ganga til og frá skotstað með óhlaðið skotvopn.
Ef öryggisreglurnar eru ekki virtar telst prófið fallið óháð því hversu vel skotfimin sjálf gekk. Þér er ekki heimilt að taka skotskífuna með þér að loknu prófi þar sem prófdómarinn heldur henni, en velkomið er að taka ljósmynd af skífunni til minningar um niðurstöðuna.
Ef svo fer að þú nærð ekki prófinu hefurðu möguleika á tveimur tilraunum til viðbótar en þarft að greiða prófgjald fyrir hvert tekið próf. Heimilt er að endurtaka prófið samdægurs ef þess er óskað en hafa ber í huga að ef til vill er ráðlegt að æfa sig betur og kynnast rifflinum vel áður en reynt er aftur við prófið, allt eftir því hvað þú treystir þér til að gera. Æfingin skapar meistarann.
Gangi þér vel. |
Bankaupplýsingar Nafn: Skotfélagið ÓsmannFarsími: Jón Pálma 858-9233 Erlingur 852-2506Heimilisfang: Háahlíð 12Staðsetning: 550 SauðárkrókBankanúmer: 0310---26---001900Flettingar í dag: 768 Gestir í dag: 74 Flettingar í gær: 1395 Gestir í gær: 65 Samtals flettingar: 636685 Samtals gestir: 71142 Tölur uppfærðar: 6.12.2024 09:12:06 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is