Mæting á Veiðirifflakvöldið fór fram úr björtustu vonum þrátt fyrir leiðinda veður, norðan sudda og grátt í Stólnum, en menn létu það ekki á sig fá og skelltu sér bara í gæsagallan en alls mættu um 15 mans, sem er uþb. ¼ félagsmanna geri aðrir betur.
Skotið var á mörk á 200 – 150 – 100 og 50 metra færi, stærð 15x15cm, 12,5x12,5cm, 10x10cm og 7,5x7,5cm, frá borði á 200m, liggandi á 150m, krjúpandi á 100m og standandi á 50m tvö skot á hvert, en þar sem ekki var beint boðlegt að leggast í bleytuna voru 150m teknir á borði líka í þetta sinn.
Gamann var að sjá hve vopna flóran var fjölbreytt þarna gat að líta allt frá 100 ára Carl Gustaf M96 og Remington 710 yfir í SakoTRG og Sauer 202 og cal frá 22-250 og 6mmppc til 375HH og 450Marlin og flest sem er algengt þar á milli.
Menn kvöldsins að öllun ólöstuðum voru nafnarnir Eyjólfur Ingiberg Geirsson og Eyjólfur Þ. Þórarinsson, Eyberg fyrir að vera sá eini til að hitta öll mörkin og Eyjólfur Þ. fyrir að hitta 50m sjónaukalaust.
Smávægilegir tæknilegir örðugleikar voru að hrjá skotmörkinn en menn létu það ekki spilla skemmtuninni, og verður það leyst af tæknisviði fyrir næsta kvöld.
Þrátt fyrir allt var ekki annað að heyra menn skemmtu sér prýðilega og þetta verði endurtekið í síðasta lagi að ári.
Skemmtinefndarfulltrúarnir.
Ps. Ef menn hafa hugmyndir um framsetningu á 3þrautar deginum (riffill, bogi, haglari) þá endilega að hafa samband
Jón [email protected] Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Indriði [email protected] Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
|