Veiðirifflakvöld Ósmanns verður haldið fimmtudaginn 22 Júlí kl 19.30.
Formið verður með svipuðu sniði og í fyrra, en spurning um eitthvað óvænt, aldrei að vita.
Það verður gaman að sjá hvaða tilþrif standa uppúr í ár.
Þetta er öllum opið, þannig að þið sem eruð á ferðalagi, og eruð í Skagafirði og hafið lausan tíma, þá endilega kíkið við til að sjá, spjalla og ofl.
Heitt kaffi á könnunni.
Fyrir hönd skemmtinefndar.
Indriði
Herrifflakvöld
Skrifað af Indriði Ragnar Grétarsson.
Mánudagur, 21. Júní 2010 22:13
Haldið verður Herrifflakvöld fimmtudaginn 24/6 kl 19,30.
Þetta verður með svipuðu sniði og í fyrra.
Endilega kíkið við í spjall, kaffi og svo auðvitað að skjóta á hins og þessi
skotmörk með herrifflunum ykkar.
Alli velkomnir
Fyrir hönd skemmtinefndar.
Indriði
Kynning á Vinci
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Fimmtudagur, 03. Júní 2010 19:12
Kynningin hjá Veiðihúsinu Sakka verður á morgun föstudag, frá kl 19-21 á Skotsvæði Ósmanns,
Allir velkomnir.
Kynning verður á tæknilegum breytingum sem átt sér hafa stað frá fyrri gerðum Benelli og eftir að því lýkur geta menn skellt sér út á völl og skotið nokkrum skotum til að fá raunverulega tilfinningu fyrir byssunni.
Kynning
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Miðvikudagur, 26. Maí 2010 22:34
Veiðihúsið Sakka og Skotfélagið Ósmann munu standa fyrir kynningu á nýju Benelli Vinci byssunni föstudaginn 4. júní, Kynningin mun byrja milli 19-20, Nánar auglýst síðar.
Kjartan Lorange mun kynna byssuna fyrir Veiðihúsið og eftir kynninguna verður gestum boðið út á skotsvæði Ósmanns til að prófa,
Félagsmenn hvattir til að mæta og allir aðrir velkomnir.
Hér er video sem að sýnir aðeins um byssuna fyrir þá sem að eru áhugasamir.