14.07.2012 19:57

Dúfnaveisla 2012.  
Skrifað af Indriði Ragnar Grétarsson.
Laugardagur, 14. Júlí 2012 19:57

Skotfélagið Ósmann er þáttakandi að Dúfnaveislu 2012.

Dúfnaveisla 2012 var formlega sett af stað Sunnudaginn 1 júlí með að fulltrúi frá Skotvís (Indrið R. Grétarssoni), Umhverfisstofnun[Steinar Rafn Beck] og Skotfélagi Akureyrar ( Finnur Steingrímsson) skutu á nokkrar dúfur á Sportingvelli Skotfélags Akureyrar. sjá myndir

Dúfnaveislan er samstarfsverkefni Umhverfisstofnunar (UST), Skotveiðifélags Íslands (SKOTVÍS), ýmissa félaga sem reka skotvelli auk styrktaraðila. Sjá nánar á Skotvis.is

Tilgangur Dúfnaveislunnar er að hvetja veiðimenn um land allt til að kynna sér þá aðstöðu sem skotvellirnir hafa uppá að bjóða og stunda reglulegar skotæfingar áður en veiðitímabilið hefst og undirbúa sig eins og best verður á kosið.

Samhliða Dúfnaveislu þá er komið í gagnið Dúfnatal á en það er vefforrit þar sem hægt að skrá niður þann fjölda dúfa sem maður hittir þegar maður fer á völlinn og halda þar með einskonar bókhald um skotfimina. Dúfnatal er öllum opið og hægt er að sjá nánari upplýsingar á Skotvellir.is

Bankaupplýsingar

Nafn:

Skotfélagið Ósmann

Farsími:

Jón Pálma 858-9233 Erlingur 852-2506

Heimilisfang:

Háahlíð 12

Staðsetning:

550 Sauðárkrók

Kennitala:

500791-2099

Bankanúmer:

0310---26---001900
Flettingar í dag: 633
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 807
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 654958
Samtals gestir: 71941
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 07:05:42