Færslur: 2013 Ágúst

27.08.2013 10:10

 

Vegna óvissrar veðurspár og óhagstæðrar stöðu stjörnumerkja verður  7 - 9 - 13  ekki haldið.

Viðburðanefnd.

 

Mánudag 26 Ágúst var síðasti fasti opnunardagur á skotsvæði Ósmanns ,  opnun á Mánudögum  í September ræðst af veðri og vindum og verður auglýst  með stuttum fyrirvara hér á heimasíðu Ósmanns.

Tilkynning frá varaformanni.

Sælir.
Gerð hefur verið aðstaða til að ákomuprufa haglabyssur fyrir neðan skeet völlin. Sett var niður kapalkefli fyrir neðan markhúsið til að hefta á pappa og svo eru hellur sem á eru merkt færinn upp í 50m. pappi og heftibyssa er í vallarhúsi.
Þar með ætti meðferð á haglabyssum í riffilaðstöðu að vera óþörf með öllu!
Og vonumst við til að menn virði það og séu ekki að ákomuprufa á riffilmörkunum eins og hefur borið við á liðnum árum.
kv.
Jón Kristjánsson.

 

 

06.08.2013 18:03

22 BR mót 8-8-2013 úrslit.

9 skyttur mættu til leiks og urðu úrslit eftirfarandi.

 

1 Óskar H Tryggvason     230 stig

2 Kristbjörn Tryggvason   227 stig

3 Njáll Sigurðsson            222 stig

4 Jón Axel Hansson         200 stig

5 Róar Ö Hjaltason          188 stig

6 Guðmann Jónasson     186 stig

7 Snjólaug Jónsdóttir       184 stig

8 Jón B Kristjánsson        183 stig

9 Indriði R Grétarsson     138 stig

Viðburðanefnd þakkar öllum fyrir komuna og vonandi sjáum við ykkur öll aftur á næsta móti.


Kiddi ,Dóri og Njáll

Indi , Guðmann,Kiddi ,Dóri, Njáll, Jómbi ,Jón Axel, Snjólaug.

03.08.2013 18:30

Ekki góð umgengni í riffilbraut.

Varaformaðurinn var ekki par ánægður með þá sem voru að skjóta í riffilbrautinni  í þessari viku, saman ber meðfylgjandi myndir,

menn þurfa aðeins að hugsa áður en þeir framkvæma, og reyna að skemma ekki það sem gert  samanber merkingar á skotböttum, og

sveiflunar fyrir ,22 rifflana þær eru bara fyrir 22 long riffilskot  og ekkert annað. Vonandi þarf ekki að grípa til takmarkana á aðgangi,

en myndirnar tala sínu máli.

Þetta er sveifla fyrir 22 LR.

þetta er lengdarmerking,  ekki til að festa skotmörk á.
Það hefði verið hægt að koma spjaldinu millimetir nær battamerkinguni.

 

Bakstoppið  grjóthnullungur og rörin fyrir rafmagnskapala
  • 1

Bankaupplýsingar

Nafn:

Skotfélagið Ósmann

Farsími:

Jón Pálma 858-9233 Erlingur 852-2506

Heimilisfang:

Háahlíð 12

Staðsetning:

550 Sauðárkrók

Kennitala:

500791-2099

Bankanúmer:

0310---26---001900
Flettingar í dag: 1595
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 575
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 506579
Samtals gestir: 60270
Tölur uppfærðar: 24.7.2024 19:39:15