Færslur: 2010 Maí

26.05.2010 20:55

Skóla heimsóknir    
Skrifað af Indriði Ragnar Grétarsson.
Miðvikudagur, 26. Maí 2010 20:51

Nú er allt á fullu hjá okkur í heimsóknum þar sem nemendur skóla

allsstaðar af landinu koma til okkar og fara í fræðslu um skotvopn ofl

Þeir sem hafa komið til okkar hingað til eru:

Farskólinn Sauðárkróki, Garðaskóli Garðinum, Háteigsskóli Reykjavík,

Grunnskólinn Neskaupsstað, Brekkubæjarskóli Akranesi, Grunnskólinn Hveragerði,

Norðlingaskóli Reykjavík, Grunnskólinn Eskifirði, Laugalandsskóli Holtum,

Siðuskóli Akureyri, Njarðvíkurskóli, Grunnskólinn Reyðarfirði,

Landakotsskóli Reykjavík og Grunnskólinn Egilsstöðum.

Og enn eiga fleiri eftir að koma í heimsókn.

Kv

Indriði.

12.05.2010 08:09

Sumarið    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Miðvikudagur, 12. Maí 2010 08:09

Núna fer allt að fara á fullt hjá okkur vegna heimsókna í sumar, Völlurinn kom mjög vel undan vetri og allt í góðu standi þar.

 

Völlurinn er upptekinn eftir hádegi fimmtudaginn 13. maí vegna afmælisfagnaðar Sigurfinns Jónssonar.

 

Aðalfundi lokið    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Þriðjudagur, 11. Maí 2010 08:01

Jæja, Þá er aðalfundi lokið, Hann var fimmtudaginn 6. maí, Venjuleg aðalfundarstörf voru á dagskrá, Ekki voru miklar breytingar á stjórn, Sigurfinnur Jónsson hætti sem varamaður eftir langt og farsælt starf, Jón Brynjar Kristjánsson tók við af honum.

Félagið hafði í nokkurn tíma verið að undirbúa að heiðra nokkra félagsmenn sem heiðursfélaga fyrir langt starf í þágu félagsins og var það gert á aðalfundinum, Hilmir Jóhannesson, Stefán Pálsson og Sigurfinnur Jónsson voru heiðraðir og þökkum við þeim fyrir langt og farsælt starf í þágu félagsins.

Skýrsla stjórnar er komin á netið, Hægt að nálgast hana hérna vinstra megin undir Skýrslur, Þar er einnig að finna skýrslu skemmtinefndar fyrir síðasta ár.

 

Opni dagurinn.    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Laugardagur, 01. Maí 2010 17:12

Opinn dagur var á skotsvæði Ósmanns í dag, Viljum við þakka öllum fyrir sem kíktu við,

Það komu hátt í 100manns í heimsókn til okkar í dag og þáðu kjötsúpu og kaffi og prufuðu að skjóta af hinu og þessu.

 

Opinn dagur    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Fimmtudagur, 29. Apríl 2010 21:44

Núna rennur árviss viðburður í garð, En það er Opinn dagur á Skotvelli Ósmanns,

Opið verður hjá okkur laugardaginn 1. maí og opið er frá kl 13 til 16

Vonumst til að sjá sem flesta kíkja í heimsókn.

 

Aðalfundur 6. maí    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Mánudagur, 26. Apríl 2010 09:40

Aðalfundur Skotfélagsins Ósmanns verður 6. maí kl 18:00 í rauðakross húsinu,

Venjuleg aðalfundarstörf á dagskrá.

 

Vegna fundsins fellur félagsfundur niður sem átti að vera mánudaginn 3. maí.

  • 1

Bankaupplýsingar

Nafn:

Skotfélagið Ósmann

Farsími:

Jón Pálma 858-9233 Erlingur 852-2506

Heimilisfang:

Háahlíð 12

Staðsetning:

550 Sauðárkrók

Kennitala:

500791-2099

Bankanúmer:

0310---26---001900
Flettingar í dag: 626
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 1066
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 581352
Samtals gestir: 66291
Tölur uppfærðar: 13.10.2024 07:10:53