Færslur: 2009 Júlí

10.07.2009 16:33

Skemmtidagur    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Föstudagur, 10. Júlí 2009 16:33

Búið er að ákveða að halda smá skemmtidag fyrir félagsmenn Ósmann laugardaginn 11. júlí, Mæta út á svæði svona 4-5 leitið, Hittast og spjalla saman, Taka og skjóta jafnvel smá og hafa gaman í góða veðrinu, Taka svo um 6 leitið og grilla saman og hafa það gott. (Annað hvort mæta sjálft með eitthvað á grillið eða tala saman við einhverja aðra og koma með)

Fínt ef að fólk gæti látið vita ef að það ætlar að mæta, Láta indriða vita í síma 825-4627 eða bara með tölvupósti á [email protected] Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 

Sumarvinnan    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Þriðjudagur, 07. Júlí 2009 16:36

Ég ákvað að skella inn nýju albúmi þar sem ég mun setja myndir sem ég hef tekið í sumar af breytingum á svæðinu.

Hægt er að skoða myndirnar hér

En nokkrir nýjir hlutir, Búið er að klára viðbygginguna við klúbbhúsið og búið að taka það í notkun, Einnig er búið að klára alveg rafmagnið þannig að kastvélarnar og allt annað er komið á ríkisrafmagnið, Opnu dagarnir hafa verið að takast vel í sumar, Slatti af fólki að kíkja á okkur og fá að skjóta, Þökkum öllum fyrir komuna og minnum á að það er opið á mánudögum hjá okkur út ágúst frá kl 18-21

 

Nóg um að vera    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Mánudagur, 29. Júní 2009 11:45

Já það er nokkuð öruggt að við hættum aldrei að betur umbæta svæðið hjá okkur, Núna í þessum töluðu orðum er Rarik að plægja ríkisrafmagnið til okkar þannig að það styttist í að við leggjum gömlu rafstöðinni, Meira um þetta ásamt öðru á morgun.

 

 

Aldrei setið auðum höndum    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Mánudagur, 22. Júní 2009 22:51

Alltaf er nóg að gera hjá félagsmönnum Ósmann,

Nokkrir galvaskir félagar hafa unnið hörðum höndum að viðbyggingu klúbbhússins síðustu daga og er hún byrjuð að taka á sig mynd, Í gær var svo opnað á milli gamla hússins og viðbyggingarinnar.

Nokkrum myndum af opna deginum í dag ásamt viðbyggingunni var skellt inn á myndasíðuna okkar.

 

Svo styttist einnig í ríkisrafmagnið hjá okkur og þá verður þetta gleðin ein, Núna er beðið eftir að Rarik setji upp spenni fyrir rafmagnið áður en við getum haldið áfram og látið leggja inn að klúbbhúsi.

 

Frétt af herrifflakvöldi    
Skrifað af Herrifflanefnd
Föstudagur, 19. Júní 2009 14:14

Herrifflaskemmtikvöldið tókst í einuorði sagt frábærlega þrátt fyrir leiðinda veður, 5 félagar og 1 gestur létu ekki norðan sudda og slagveður ekki á sig fá og mættu með úrval vopna og klyfjaðir skotfærum. Þar gat að líta ma. Mosin Nagant M39, M44, M91/30 og M91/30sniper, Þýsk/Norskan Mauser 98k í 30-06, Carl Gustaf og Schmidt-Rubin.


Skotmörkum var stillt upp á 25–50–100 metra færum og skiftust menn á um að sýna færni sína og fimi, það kom mörgum á óvart hvaða árangur náðist með allt að 110 ára gömlum vopnum og opnum sigtum, en einhver vopn voru prufuð af eigendum sínum í fyrsta skifti þarna.


Inn á milli gæddu menn sér svo á kaffi og pönsum, ástarpungum og snúðum. Ásamt skemmtilegu rabbi, sögum og pælingum. Það var ekki annað að heyra en að menn skemmtu sér vel og við Herriffla-skemmtinefndarfulltrúarnir vonum þetta sé viðburður sem komi til með að verða árlegur hér eftir og eigi eftir að stækka og dafna..


Kv.
Jón og Indriði
 

P.s. Myndir frá kvöldinu eru komnar inn.

 

  • 1

Bankaupplýsingar

Nafn:

Skotfélagið Ósmann

Farsími:

Jón Pálma 858-9233 Erlingur 852-2506

Heimilisfang:

Háahlíð 12

Staðsetning:

550 Sauðárkrók

Kennitala:

500791-2099

Bankanúmer:

0310---26---001900
Flettingar í dag: 1702
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 575
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 506686
Samtals gestir: 60273
Tölur uppfærðar: 24.7.2024 21:04:21