Þá er skemmtinefndin búin að funda og ákveða smá dagskrá á laugardaginn og var ég að fá hana í hendurnar.
Mæting er á laugardaginn 29. út á Skotsvæði Ósmanns kl 14:00 og er planið að kveðja sumarið með stæl.
Ætlunin er að hafa smá "keppni" sem í rauninni er bara til gamans fyrir okkur öll.
Fyrst verður keppni í riffilskotfimi, Og notast verður eingöngu við 22 L.R. riffla, Endilega flestir að mæta með sína, Alveg sama hvort þeir eru með sigtum eða kíki, Skotið verður á mismunandi skotmörk en fjarlægðin verður við hæfi þar sem að vonandi koma líka einhverjir með sigti.
Ef að einhver á ekki 22 riffil þá er það ekkert vandamál, Það verða einhverjar byssur á svæðinu sem hægt er að nota, T.d. á félagið einn riffil, En það væri samt fínt ef að fólk gæti þá mætt með skot í staðinn.
Svo verður einhverskonar keppni í haglabyssu sem verður tilkynnt á staðnum, Það sama gildir þar, Endilega sem flestir að mæta með eigin byssur, En sama og með riffilinn þá verða byssur á staðnum sem að hægt verður að nota, En þá væri fínt ef að hægt væri að mæta með skot.
Svo verður líka einhverskonar bogaskotfimi sem að verður betur tilkynnt á staðnum.
Í lokin verðum við svo með grill og fínt ef að hver gæti komið með eitthvða á grillið fyrir sig og sína, Eða nokkrir hópað sig saman og keypt eitthvað á grillið handa sér.
__________
Vonandi sjáum við sem flesta og eins og með alla skemmtidagana hjá okkur þá er þetta opið fyrir alla.
|