Blogghistorik: 2009 Författad av

01.09.2009 08:36

Opnu dagarnir    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Þriðjudagur, 01. September 2009 08:36

Síðasti formlegi opni dagurinn á skotsvæði Ósmanns var í gær mánudaginn 31. ágúst, Fín mæting var eins og vant er, Bæði af félagsmönnum sem og utanfélagsmönnum,

Einnig kom Björn Sighvatz með vöfflur og bakaði sem voru borðaðar af bestu list og þökkum við honum fyrir veitingarnar.

Þó svo að þetta hafi verið síðasti skipulagði opnidagurinn, Þá er aldrei að vita nema þeir gætu orðið nokkrir í september, Það fer eiginlega eftir veðri og áhuga hjá fólki hvort að af því verður.

 

Skemmtikvöldið Laugardaginn 29. ágúst    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Fimmtudagur, 27. Ágúst 2009 18:37
Þá er skemmtinefndin búin að funda og ákveða smá dagskrá á laugardaginn og var ég að fá hana í hendurnar.
Mæting er á laugardaginn 29. út á Skotsvæði Ósmanns kl 14:00 og er planið að kveðja sumarið með stæl.
Ætlunin er að hafa smá "keppni" sem í rauninni er bara til gamans fyrir okkur öll.
Fyrst verður keppni í riffilskotfimi, Og notast verður eingöngu við 22 L.R. riffla, Endilega flestir að mæta með sína, Alveg sama hvort þeir eru með sigtum eða kíki, Skotið verður á mismunandi skotmörk en fjarlægðin verður við hæfi þar sem að vonandi koma líka einhverjir með sigti.
Ef að einhver á ekki 22 riffil þá er það ekkert vandamál, Það verða einhverjar byssur á svæðinu sem hægt er að nota, T.d. á félagið einn riffil, En það væri samt fínt ef að fólk gæti þá mætt með skot í staðinn.
Svo verður einhverskonar keppni í haglabyssu sem verður tilkynnt á staðnum, Það sama gildir þar, Endilega sem flestir að mæta með eigin byssur, En sama og með riffilinn þá verða byssur á staðnum sem að hægt verður að nota, En þá væri fínt ef að hægt væri að mæta með skot.
Svo verður líka einhverskonar bogaskotfimi sem að verður betur tilkynnt á staðnum.
Í lokin verðum við svo með grill og fínt ef að hver gæti komið með eitthvða á grillið fyrir sig og sína, Eða nokkrir hópað sig saman og keypt eitthvað á grillið handa sér.
__________
Vonandi sjáum við sem flesta og eins og með alla skemmtidagana hjá okkur þá er þetta opið fyrir alla.
  • 1

Bankaupplýsingar

Namn:

Skotfélagið Ósmann

Mobilnummer:

Jón Pálma 858-9233 Erlingur 852-2506

Postadress:

Háahlíð 12

Plats:

550 Sauðárkrók

Personnummer / Organisationnummer:

500791-2099

Bankkonto nummer:

0310---26---001900
Antal sidvisningar idag: 875
Antal unika besökare idag: 74
Antal sidvisningar igår: 1420
Antal unika besökare igår: 194
Totalt antal sidvisningar: 664970
Antal unika besökare totalt: 72845
Uppdaterat antal: 28.12.2024 05:57:58