Blogghistorik: 2010 N/A Blog|Month_1

14.01.2010 08:59

Ferð á byssusýningu    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Fimmtudagur, 14. Janúar 2010 08:59

Byssusýning Veiðisafnsins

Nokkrir félagar hafa hug á að bregða sér á Byssusýningu Veiðisafnsins á Stokkseyri helgina 6-7 febrúar, og er þá frekar horft á sunnudaginn 7.

Í boði gæti verið pakki sem kallst Safnið og súpa, sem er þá humarsúpa á Fjöruborðinu sem er líka á Stokkseyri,

sem aðalréttur með brauði og aðgangur að safninu fyrir kr 2600.- á mannin.

Það er spurning ef áhugi væri fyrir hendi og nægur fjöldi næðist að athuga með hópferðabíl, nú eða ef menn vildu frekar reyna að safnast saman í einkabíla og deila eldsneytiskostnaði.

Okkur þætti gott að fá að heyra í ykkur fljótlega (þe. Seinnipart næstu viku) hvort áhugi sé fyrir hendi og hvor ferðamátinn yrði fyrir valinu, og ef einkabíllinn yrði valin hvort menn vildu leggja til bíl til fararinnar. Nú eins ef að menn vildu frekar fara á laugardaginn og kíkja þá kænski í Hlað eða Ellingsen í leiðinni Best væri að þið senduð okkur póst á annaðhvort:

[email protected] Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. Jón

eða

[email protected] Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. Indriði

Kveðja

Strákarnir í Skemmtinefndinni

Jón og Indriði

 

Áramótamót    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Mánudagur, 14. Desember 2009 14:01

Jæja, Þá er vetur í garð genginn, Þeas amk samkvæmt dagatalinu þó að það sjáist hvergi snjór.

Vetrardagskráin hjá Ósmann er á fullu, Fundir fyrsta mánudag í mánuði og allt á fullu, Kraftur 2009 gekk mjög vel og erum við sáttir eftir þá helgi og horfum til framtíðar með næstu sýningu.

Lítið annað að frétta úr starfinu, Það gengur bara fyrir sig eins og venjulega, Nokkrir félagsmenn fóru og settu upp ljósstaur út á svæði um daginn og mun það bæta alla aðkomu að svæðinu allverulega.

Hugmynd er kominn upp hjá nokkrum félagsmönnum að hafa áramótamót, Eða lítinn hitting hjá félagsmönnum milli jóla og nýárs, Þannig að takið frá þann tíma, Nánar auglýst síðar.

 

Kraftur 2009    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Mánudagur, 09. Nóvember 2009 13:02

Reiðhöllinn Svaðastaðir standa fyrir útivistarsýningu í Skagafirði laugardaginn 14.nóv og Skotfélagið Ósmann mun taka virkar þátt í því.

Við verðum staðsett í andyrinu á reiðhöllinni og munum þar sýna fólki byssur,boga og ýmsa hluti tengda Skotveiði, Hvetjum alla til að mæta. Laugardagurinn 14. nóv frá kl 10 til 18

Einnig munum við leifa fólki að prófa að skjóta af alvöru boga frá kl 14 til 18

 

Margt fleira verður á þessari sýningu t.d. jeppar,mótorhjól,snjósleðar,kajakar og skúta ásamt því að björgunarsveitirnar í firðinum verða með sín tæki og tól til sýnis.

 

Fréttir    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Föstudagur, 09. Október 2009 15:13

Frekar lítið að frétta þessa dagana hjá Ósmann, ánægðir með sumarið sem er núna á enda, Byrjaðir aftur með mánaðarlegu fundina okkar. Villibráðarkvöld á dagskrá fljótlega og vonumst við til að sjá sem flesta félaga þar.

Annars er alltaf eitthvað um að vera hjá okkur á vellinum. Núna á laugardaginn verðum við með verklegt námskeið fyrir Umhverfisstofnun, fyrir þá sem að eru búnir að sitja á skotvopnanámskeiði hérna síðustu daga.

En mig dauðlangaði að deila með ykkur flottu video-i sem að ég rak augun í um daginn.

http://www.youtube.com/watch?v=QfDoQwIAaXg&

 

Villibráðakvöld 24 október 2009    
Skrifað af Einar Stefánsson.
Miðvikudagur, 07. Október 2009 08:06

Ágætu félagar.
Villibráðarskemmtinefndin hefur ákveðið að blása til villibráðarkvölds
Laugardaginn 24.10.09. á Kaffi Krók húsið opnar kl 19.30 og borðhald hefst kl
20.00 , miðaverð er áætlað að fari alls ekki yfir kr. 5000- pr, mann. Og verða
þeir afhentir á staðnum.
Í boði verður dýrindis villibráðarhlaðborð ásamt hefðbundnari réttum,
veislustjóri verður Jón Hallur og skemmtiatriði að hætti félagsins, ásamt
glæsilegu miðahappdrætti.
Það er von okkar félagana í skemmtinefndinni að sem flestir sjái sér fært að
koma og eiga með okkur skemmtilegt kvöld. En til að við vitum nokkurn veginn
fjöldann í matinn væri gott ef þið létuð vita í tíma hvort þið komið og hve
mörg, að sjálfsögðu er heimillt að bjóða gestum eins og venjulega.

Vinsamlega tilkynnið þáttöku til:

Jóns í s.8691759 eða [email protected] Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
eða
Indriða í s.8254627 eða [email protected] Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Kv.
Nefndin

  • 1

Bankaupplýsingar

Namn:

Skotfélagið Ósmann

Mobilnummer:

Jón Pálma 858-9233 Erlingur 852-2506

Postadress:

Háahlíð 12

Plats:

550 Sauðárkrók

Personnummer / Organisationnummer:

500791-2099

Bankkonto nummer:

0310---26---001900
Antal sidvisningar idag: 875
Antal unika besökare idag: 74
Antal sidvisningar igår: 1420
Antal unika besökare igår: 194
Totalt antal sidvisningar: 664970
Antal unika besökare totalt: 72845
Uppdaterat antal: 28.12.2024 05:57:58