Eins og komið hefur verið fram á þá er í fullum gangi móttaka á skólahópum uppá skotsvæði hjá þeim sem eru að klára 10 bekk.. Við erum að fá skóla viðsvegar af landinu.
Það sem hóparnir fá að gera þegar þau koma til okkar að þá fá þau: Fræðslu, Skjóta af 22 lr riffli, haglabyssu og boga.
Frá 8 Maí til 24 Maí eru búnir að koma 10 hópar, samtals 284 gestir, og fá þeir bestu þakkir fyrir komuna. Þá er búið að halda 1 Hreindýraskotpróf, 9 tóku prófið.
Var haldið fyrir þá sem taka á móti hópum á skotvelli Ósmanns, og er ekki annað að sjá á myndum sem eru komnar í myndaalbúm, en allir komi heilir af námskeiðinu. Tveir komu frá Skotfélaginu Markviss.