21.05.2011 22:57

Þakkir til Skotvís og Hlað.    
Skrifað af Indriði Ragnar Grétarsson.
Laugardagur, 21. Maí 2011 22:57

Þá er hleðslunámskeiði lokið. Þótti allt takast vel og voru allir mjög ánægðir.

Viljum við hjá Skotfélaginu Ósmann sérstaklega þakka þeim sem sáu sér fært að koma norður í land og halda þetta námskeið.

Þeim: Oddgeir, Þráinn og Kristján.

Einnig viljum við þakka SKOTVÍS og HLAÐ fyrir að gera þetta mögulegt.

Eftir námskeið var farið á skotvöll Ósmanns og þeim félögum sýnt svæðið ofl.

Vonum við að kannski verða möguleiki að halda eins námskeið aftur eða eitthvað annað í framtíðinni.

Segi takk fyrir mig.

Kv

Indriði

 

12.05.2011 13:20

Hleðslunámskeið.    
Skrifað af Indriði Ragnar Grétarsson.
Fimmtudagur, 12. Maí 2011 13:20
Skotvís og Ósmann í samstarfi við Hlað verða með hleðslunámskeið í Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki
(málmiðnaðardeild) laugardaginn 21. maí næst komandi.
Fyrra námskeiðið hefst kl. 11 og er búið kl. 13 og seinna námskeiðið hefst
kl. 14 og er búið kl. 16.
Námskeiðið er að sjálfsögðu frítt fyrir félagsmenn í Skotvís og Ósmann.
Fjöldi þátttakenda miðast við 8 manns á hvoru námskeiði.

Námskeiðin veita E-leyfisréttindi (hleðsluréttindi) en til að öðlast hleðsluréttindi þurfa þeir
sem sitja námskeiðin að hafa B-leyfisréttindi í sínu skotvopnaleyfi.
 
Á námskeiðinu verða kynntar hleðsluvörur frá Hlað.

Upplýsingar og skráning.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar, sem og þeir sem vilja sækja námskeiðin geta sent póst á Indriða R. Grétarsson ( [email protected] Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. ) til að tilkynna þátttöku en þar þarf að koma fram nafn, kennitala og ósk um hvort
viðkomandi vilji vera á fyrra eða seinna námskeiðinu.
 
Kveðja Skotvís/Ósmann og Hlað
Byssusýning 7 maí    
Skrifað af Einar Stefánsson.
Miðvikudagur, 04. Maí 2011 13:14

Í tilefni af 20 ára afmæli Skotfélagsins Ósmanns á Sauðárkróki mun félagið standa fyrir byssusýningu í Húsi Frítímans á Sauðárkróki.

Sýningin verður laugardaginn 7. maí nk og standa frá kl: 11:00 - 17:00.


Þar munu verða til sýnis hluti af þeim vopnum sem eru í eigu félagsmanna og ýmislegt sem þeim tengist. Einnig verður sögu félagsins gerð einhver skil í máli og myndum. Félagar verða á staðnum, kynna starfið og svara fyrirspurnum.
Boðið verður upp á kaffi og meðlæti, allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Cool Innocent Kiss

02.05.2011 08:34

Aðalfundi Lokið    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Mánudagur, 02. Maí 2011 08:34

Aðalfundur Skotfélagins Ósmanns var haldinn í síðustu viku eins og auglýst var, Venjuleg aðalfundarstörf voru á dagskrá og tók skamman tíma að ljúka fundarstörfum, Stjórn félagsins bauð sig fram áfram og var henni vel tekið með lófaklappi.

Í lok fundarstarfa kom Elvar Árni formaður Skotvís og kynnti nýja stjórn félagsins og hvað hún hefur verið að gera, Þökkum við Elvari fyrir innlitið og áhugaverða umræðu.

 

Pistill formanns er kominn inn á síðuna undir flipanum Skýrslur Félagsins á vinstri hönd síðunar.

 

Byssusýning 7 maí    
Skrifað af Einar Stefánsson.
Sunnudagur, 01. Maí 2011 18:04

Í tilefni af 20 ára afmæli Skotfélagsins Ósmanns á Sauðárkróki mun félagið standa fyrir byssusýningu í Húsi Frítímans á Sauðárkróki.

Aðalfundur.    

 

Skrifað af Einar Stefánsson.
Fimmtudagur, 21. Apríl 2011 14:27

Sælir félagar í Ósmann .

Aðalfundur Ósmanns verður haldinn í verknámshúsi FNV á Sauðárkróki fimmtudaginn 28. apríl nk. kl: 18:00.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.


Í framhaldi af aðalfundi félagsins mun Skotvís verða með kynningu á starfsemi Skotvís, áherslum nýrrar stjórnar og stöðu skotveiða á Íslandi í dag.
Kynningin er opin öllum og áætlað er að hún geti hafist kl. 19:00.
Fulltrúi Skotvís mun verða Elvar Árni Lund, sem er nýr formaður Skotvís.

Kveðja af Króknum, Jón Pálmason.

Bankaupplýsingar

Nafn:

Skotfélagið Ósmann

Farsími:

Jón Pálma 858-9233 Erlingur 852-2506

Heimilisfang:

Háahlíð 12

Staðsetning:

550 Sauðárkrók

Kennitala:

500791-2099

Bankanúmer:

0310---26---001900
Flettingar í dag: 696
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 1395
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 636613
Samtals gestir: 71141
Tölur uppfærðar: 6.12.2024 07:44:06