01.08.2012 19:08

Haglabyssunámskeið..  
Skrifað af Indriði Ragnar Grétarsson.
Miðvikudagur, 01. Ágúst 2012 19:08
Í gærkvöldi þá var haldið hjá Skotf Ósmann haglabyssunámskeið þar sem farið var aðeins yfir nokkur atriði þegar kemur að haglabyssum og þá aðallega þegar kemur að veiðum. Menn voru beiðnir að koma með sýnar byssur og skot. Byrjað var á halda smá fyrirlestur og sýnt hvernig byssan þarf að koma að og passa, ofl atriði. sem og sýnt öfgafullt atriði með breytingu á skepti en það var smíðað uppá nýtt þar sem annað var ekki í boði ;)
 
Svo var farið út með byssurnar og byrjað var á að hvernig byssa sé koma upp fyrir viðkomandi og gerðar voru tillögur að lagfæringum, og af þeim 7 sem mættu þá þurftu allir að gera eitthvað, lengja, stytta, þykkja, sveigja ofl.
 
Svo var skotið á spjald á 25m þar sem mönnum gafst kostur að sjá hvar byssan er að setja og kom margt áhugavert úr og staðfesti það sem menn þurftu að lagfæra miðað við það sem áður hafði komið fram.
 
Að lokum var tekinn smá kennsla á skeetvellinum.
 
Leiðbeinandi var Guðmann Jónasson Skotfélaginu Markviss.
 
Miðað við undirtektir og það sem kom fram að þá er þetta mjög þarf námakeið fyrir alla veiðimenn og það fóru allir heim ánægðir og höfðu eitthvað um að hugsa gagnvart lagfæringum.
 
Viljum þakka öllum sem mættu og Guðmanni fyrir að koma að þessu með okkur.

14.07.2012 19:57

Dúfnaveisla 2012.  
Skrifað af Indriði Ragnar Grétarsson.
Laugardagur, 14. Júlí 2012 19:57

Skotfélagið Ósmann er þáttakandi að Dúfnaveislu 2012.

Dúfnaveisla 2012 var formlega sett af stað Sunnudaginn 1 júlí með að fulltrúi frá Skotvís (Indrið R. Grétarssoni), Umhverfisstofnun[Steinar Rafn Beck] og Skotfélagi Akureyrar ( Finnur Steingrímsson) skutu á nokkrar dúfur á Sportingvelli Skotfélags Akureyrar. sjá myndir

Dúfnaveislan er samstarfsverkefni Umhverfisstofnunar (UST), Skotveiðifélags Íslands (SKOTVÍS), ýmissa félaga sem reka skotvelli auk styrktaraðila. Sjá nánar á Skotvis.is

Tilgangur Dúfnaveislunnar er að hvetja veiðimenn um land allt til að kynna sér þá aðstöðu sem skotvellirnir hafa uppá að bjóða og stunda reglulegar skotæfingar áður en veiðitímabilið hefst og undirbúa sig eins og best verður á kosið.

Samhliða Dúfnaveislu þá er komið í gagnið Dúfnatal á en það er vefforrit þar sem hægt að skrá niður þann fjölda dúfa sem maður hittir þegar maður fer á völlinn og halda þar með einskonar bókhald um skotfimina. Dúfnatal er öllum opið og hægt er að sjá nánari upplýsingar á Skotvellir.is

02.07.2012 23:23

Til hreindýraveiðimanna.  
Skrifað af Einar Stefánsson.
Mánudagur, 02. Júlí 2012 23:23
Ekki eru fyrirhuguð frekari skotpróf hjá Ósmann að svo stöddu , þar sem ekkert samráð var haft af UST við framkvæmdaaðila og prófdómara um framlengingu á próftíma.
Ef einhver eftirspurn verður eftir prófum, þá verður mögulega eitt próf fyrir 20.07.2012 og er þá hægt að hafa samband við :
Jón Kristjánsson
[email protected] Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

fh. 'Osmann
Jón Kristjánss

Bankaupplýsingar

Nafn:

Skotfélagið Ósmann

Farsími:

Jón Pálma 858-9233 Erlingur 852-2506

Heimilisfang:

Háahlíð 12

Staðsetning:

550 Sauðárkrók

Kennitala:

500791-2099

Bankanúmer:

0310---26---001900
Flettingar í dag: 351
Gestir í dag: 76
Flettingar í gær: 843
Gestir í gær: 77
Samtals flettingar: 364399
Samtals gestir: 46565
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 13:42:14