12.05.2010 08:09

Sumarið    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Miðvikudagur, 12. Maí 2010 08:09

Núna fer allt að fara á fullt hjá okkur vegna heimsókna í sumar, Völlurinn kom mjög vel undan vetri og allt í góðu standi þar.

 

Völlurinn er upptekinn eftir hádegi fimmtudaginn 13. maí vegna afmælisfagnaðar Sigurfinns Jónssonar.

 

Aðalfundi lokið    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Þriðjudagur, 11. Maí 2010 08:01

Jæja, Þá er aðalfundi lokið, Hann var fimmtudaginn 6. maí, Venjuleg aðalfundarstörf voru á dagskrá, Ekki voru miklar breytingar á stjórn, Sigurfinnur Jónsson hætti sem varamaður eftir langt og farsælt starf, Jón Brynjar Kristjánsson tók við af honum.

Félagið hafði í nokkurn tíma verið að undirbúa að heiðra nokkra félagsmenn sem heiðursfélaga fyrir langt starf í þágu félagsins og var það gert á aðalfundinum, Hilmir Jóhannesson, Stefán Pálsson og Sigurfinnur Jónsson voru heiðraðir og þökkum við þeim fyrir langt og farsælt starf í þágu félagsins.

Skýrsla stjórnar er komin á netið, Hægt að nálgast hana hérna vinstra megin undir Skýrslur, Þar er einnig að finna skýrslu skemmtinefndar fyrir síðasta ár.

 

Opni dagurinn.    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Laugardagur, 01. Maí 2010 17:12

Opinn dagur var á skotsvæði Ósmanns í dag, Viljum við þakka öllum fyrir sem kíktu við,

Það komu hátt í 100manns í heimsókn til okkar í dag og þáðu kjötsúpu og kaffi og prufuðu að skjóta af hinu og þessu.

 

Opinn dagur    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Fimmtudagur, 29. Apríl 2010 21:44

Núna rennur árviss viðburður í garð, En það er Opinn dagur á Skotvelli Ósmanns,

Opið verður hjá okkur laugardaginn 1. maí og opið er frá kl 13 til 16

Vonumst til að sjá sem flesta kíkja í heimsókn.

 

Aðalfundur 6. maí    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Mánudagur, 26. Apríl 2010 09:40

Aðalfundur Skotfélagsins Ósmanns verður 6. maí kl 18:00 í rauðakross húsinu,

Venjuleg aðalfundarstörf á dagskrá.

 

Vegna fundsins fellur félagsfundur niður sem átti að vera mánudaginn 3. maí.

19.04.2010 13:04

SKAGAFJÖRÐUR 2010 - Lífsins gæði og gleði    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Mánudagur, 19. Apríl 2010 13:04

Skotfélagið Ósmann verður á sýningunni laugardaginn 24. og sunnudaginn 25. með bás,

Hvetjum alla til að mæta og kíkja á okkur.

Helgina 24.-25. apríl nk. stendur mikið til í íþróttahúsinu á Sauðárkróki en þá verður haldin atvinnu-, mannlífs- og menningarsýningin „Skagafjörður 2010 - lífsins gæði og gleði".

Sýningin er haldin af Sveitarfélaginu Skagafirði í samstarfi við Skagafjarðarhraðlestina.

Á sýningunni munu tæplega 100 sýnendur í ríflega 70 sýningarplássum troðfylla húsið og kynna allt það sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða í fjölbreyttu vöruúrvali, þjónustu, menningu og félagsstarfi.

 

Ladies International Grand Prix mót    
Skrifað af Indriði Ragnar Grétarsson.
Sunnudagur, 18. Apríl 2010 12:40

Haldið verður Ladies International Grand Prix mót á Skotsvæði SR í september næstkomandi.

Af þessu tilefni viljum við hjá Skotfélaginu Ósmann bjóða þeim Konum sem hafa skráð sig til

keppni að skjóta frítt, mæti þær með sin eigin skot. Og öllum öðrum konum að skjóta á sama

verði og félagsmenn fram að móti.

http://www.ladiesgrandprix.com/index.htm

Skotfélagið Ósmann

 

Námskeið í umhirðu skotvopna    
Skrifað af Indriði Ragnar Grétarsson.
Fimmtudagur, 15. Apríl 2010 11:21

Haldið var námskeið í umhirðu skotvopna þó einkum riffla Föstudaginn 9. apríl síðastliðinn

Á námskeiðið mættu 13 manns. Var það álit flestra sem mættu að vel hafi tekist til og að langflestir ef ekki allir hafi verið á rangri braut þegar kemur að hreinsun og öðru, þó nokkuð margir af þeim sem komu hafa verið að þessu í mörg ár og það kom þeim margt á óvart varðandi hreinsun ofl.

Tel ég svona námskeið vera skyldunámskeið fyrir alla þá sem eiga skotvopna þó að menn telji sig vera gera rétt og vita alla hluti en þarna kom greinilega í ljós að svo er ekki.

Fyrir hönd skemmtinefndar þakka ég öllum sem sáu sér fært að mæta.

Kv

Indriði

 

 

Námskeið í Umhirðu Skotvopna:    
Skrifað af Indriði Ragnar Grétarsson.
Föstudagur, 26. Mars 2010 18:55

Að öllu óbreyttu þá er áætlað er að halda námskeið í umhirðu skotvopna þó einkum riffla föstudaginn 9. apríl, helgina eftir páska fyrir félagsmenn.

Tímasetning er ekki orðin klár, er áætluð seinni partinn eða staðsetning og mun verða haft samband við þá sem skrá sig með nánari upplýsingar og líka ef einhver breyting verður.

Nú þegar hafa nokkrir skráð sig og eru nokkur sæti laus

Skráning stendur til og með Mánudeginum 29 Mars 2010

Áhugasamir vinsamlegast hafa samband við Indriða [email protected] Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

Fyrir hönd skemmtinefndarinnar

Indriði

Félagsmenn Athugið

Næsti félagsfundur verður haldin 12. Apríl kl 19.30 í húsi Rauða Krossins

 

Fréttir af starfinu    
Skrifað af Indriði Ragnar Grétarsson.
Föstudagur, 12. Mars 2010 17:39

Sælir félagar.

Hérna koma smá fréttir af félgasstarfinu og það sem er framundan.

Það var vösk sveit manna sem fór á Byssusýninguna á Stokkseyri 6-7 Febrúar síðast liðinn og var það dómur manna að vel hafi tekist til með ferðina, fyrst fengið sér úrvals humarsúpa á Humarhúsinu og svo farið á sýningu.

Árið byrjar vel hjá okkur með heimsóknir nú þegar hafa nokkrir hópar komið og nokkrir hópar þegar búnir að bóka.

Hugmyndir eru um það haldin verði námskeið þegar nær dregur vori: Umhirða skotvopna og jafnvel hleðslunámskeið ef að nægur fjöldi næst.

Áhugasamir endilega hafið samband við Indriða [email protected] Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða

Jón [email protected] Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Stefnt er að viðburðir sumarsins verði svipaðir og síðasta sumar.

Kv

Indriði

 

14.01.2010 08:59

Ferð á byssusýningu    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Fimmtudagur, 14. Janúar 2010 08:59

Byssusýning Veiðisafnsins

Nokkrir félagar hafa hug á að bregða sér á Byssusýningu Veiðisafnsins á Stokkseyri helgina 6-7 febrúar, og er þá frekar horft á sunnudaginn 7.

Í boði gæti verið pakki sem kallst Safnið og súpa, sem er þá humarsúpa á Fjöruborðinu sem er líka á Stokkseyri,

sem aðalréttur með brauði og aðgangur að safninu fyrir kr 2600.- á mannin.

Það er spurning ef áhugi væri fyrir hendi og nægur fjöldi næðist að athuga með hópferðabíl, nú eða ef menn vildu frekar reyna að safnast saman í einkabíla og deila eldsneytiskostnaði.

Okkur þætti gott að fá að heyra í ykkur fljótlega (þe. Seinnipart næstu viku) hvort áhugi sé fyrir hendi og hvor ferðamátinn yrði fyrir valinu, og ef einkabíllinn yrði valin hvort menn vildu leggja til bíl til fararinnar. Nú eins ef að menn vildu frekar fara á laugardaginn og kíkja þá kænski í Hlað eða Ellingsen í leiðinni Best væri að þið senduð okkur póst á annaðhvort:

[email protected] Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. Jón

eða

[email protected] Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. Indriði

Kveðja

Strákarnir í Skemmtinefndinni

Jón og Indriði

 

Áramótamót    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Mánudagur, 14. Desember 2009 14:01

Jæja, Þá er vetur í garð genginn, Þeas amk samkvæmt dagatalinu þó að það sjáist hvergi snjór.

Vetrardagskráin hjá Ósmann er á fullu, Fundir fyrsta mánudag í mánuði og allt á fullu, Kraftur 2009 gekk mjög vel og erum við sáttir eftir þá helgi og horfum til framtíðar með næstu sýningu.

Lítið annað að frétta úr starfinu, Það gengur bara fyrir sig eins og venjulega, Nokkrir félagsmenn fóru og settu upp ljósstaur út á svæði um daginn og mun það bæta alla aðkomu að svæðinu allverulega.

Hugmynd er kominn upp hjá nokkrum félagsmönnum að hafa áramótamót, Eða lítinn hitting hjá félagsmönnum milli jóla og nýárs, Þannig að takið frá þann tíma, Nánar auglýst síðar.

 

Kraftur 2009    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Mánudagur, 09. Nóvember 2009 13:02

Reiðhöllinn Svaðastaðir standa fyrir útivistarsýningu í Skagafirði laugardaginn 14.nóv og Skotfélagið Ósmann mun taka virkar þátt í því.

Við verðum staðsett í andyrinu á reiðhöllinni og munum þar sýna fólki byssur,boga og ýmsa hluti tengda Skotveiði, Hvetjum alla til að mæta. Laugardagurinn 14. nóv frá kl 10 til 18

Einnig munum við leifa fólki að prófa að skjóta af alvöru boga frá kl 14 til 18

 

Margt fleira verður á þessari sýningu t.d. jeppar,mótorhjól,snjósleðar,kajakar og skúta ásamt því að björgunarsveitirnar í firðinum verða með sín tæki og tól til sýnis.

 

Fréttir    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Föstudagur, 09. Október 2009 15:13

Frekar lítið að frétta þessa dagana hjá Ósmann, ánægðir með sumarið sem er núna á enda, Byrjaðir aftur með mánaðarlegu fundina okkar. Villibráðarkvöld á dagskrá fljótlega og vonumst við til að sjá sem flesta félaga þar.

Annars er alltaf eitthvað um að vera hjá okkur á vellinum. Núna á laugardaginn verðum við með verklegt námskeið fyrir Umhverfisstofnun, fyrir þá sem að eru búnir að sitja á skotvopnanámskeiði hérna síðustu daga.

En mig dauðlangaði að deila með ykkur flottu video-i sem að ég rak augun í um daginn.

http://www.youtube.com/watch?v=QfDoQwIAaXg&

 

Villibráðakvöld 24 október 2009    
Skrifað af Einar Stefánsson.
Miðvikudagur, 07. Október 2009 08:06

Ágætu félagar.
Villibráðarskemmtinefndin hefur ákveðið að blása til villibráðarkvölds
Laugardaginn 24.10.09. á Kaffi Krók húsið opnar kl 19.30 og borðhald hefst kl
20.00 , miðaverð er áætlað að fari alls ekki yfir kr. 5000- pr, mann. Og verða
þeir afhentir á staðnum.
Í boði verður dýrindis villibráðarhlaðborð ásamt hefðbundnari réttum,
veislustjóri verður Jón Hallur og skemmtiatriði að hætti félagsins, ásamt
glæsilegu miðahappdrætti.
Það er von okkar félagana í skemmtinefndinni að sem flestir sjái sér fært að
koma og eiga með okkur skemmtilegt kvöld. En til að við vitum nokkurn veginn
fjöldann í matinn væri gott ef þið létuð vita í tíma hvort þið komið og hve
mörg, að sjálfsögðu er heimillt að bjóða gestum eins og venjulega.

Vinsamlega tilkynnið þáttöku til:

Jóns í s.8691759 eða [email protected] Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
eða
Indriða í s.8254627 eða [email protected] Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Kv.
Nefndin

Bankaupplýsingar

Nafn:

Skotfélagið Ósmann

Farsími:

Jón Pálma 858-9233 Erlingur 852-2506

Heimilisfang:

Háahlíð 12

Staðsetning:

550 Sauðárkrók

Kennitala:

500791-2099

Bankanúmer:

0310---26---001900
Flettingar í dag: 218
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 459
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 595570
Samtals gestir: 67030
Tölur uppfærðar: 26.10.2024 06:02:25