15.07.2011 23:26

Veiðirifflakvöld Ósmanns    
Skrifað af Indriði Ragnar Grétarsson.
Föstudagur, 15. Júlí 2011 23:26

Nú fer að líða að árlegum viðburði hjá Skotfélaginu Ósmann en það er veiðirifflakvöldið.

Síðast var skothúisð nærri fullt, hvetjum sem flesta að mæta og taka gesti með í spjall,

hafa gaman af ofl.

Opið öllum aðgangur ókeypis.

Skotið verður á hin og þessi skotmörk og aldrei að vita hvort eitthvað spennandi verði.

Nú er um að hita sig upp, þrífa riffilinn og mæta.

Dagskrá hefst 19.30 fimmtudaginn 21 júlí.

Skemmtinefndin.

05.07.2011 10:08

Dúfnaveisla    
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Þriðjudagur, 05. Júlí 2011 10:08

Dúfnaveislan hófst á 16 skotvöllum víða um land föstudaginn 1. júlí og stendur til 31. ágúst,

 

Verkefnið er samstarfsverkefni Umhverfisstofnunar (UST), Skotveiðifélags Íslands (SKOTVÍS), ýmissa félaga sem reka skotvelli auk styrktaraðila.

Tilgangur dúfnaveislunnar er að hvetja veiðimenn um land allt til að kynna sér þá aðstöðu sem skotvellirnir hafa uppá að bjóða og stunda reglulegar skotæfingar áður en veiðitímabilið hefst og undirbúa sig eins og best verður á kosið.

Markmiðið er að hver veiðimaður nái að skjóta 10 æfingarhringi áður en haldið er til veiða og fái staðfestingu á því hjá starfsmanni vallarins. Veiðimaður getur síðan skilað inn kortinu til starfsmanns vallarins þegar 10 æfingarhringjum er náð og hann gildir þá sem happdrættismiði í lok viðburðarins (fyrsta vikan í september), en margir styrktaraðilar munu gefa vinninga til að gera þetta allt saman skemmtilegra.

19.06.2011 22:47

Herriflakvöld    
Skrifað af Indriði Ragnar Grétarsson.
Sunnudagur, 19. Júní 2011 22:47
Sumarsdagskrá skemmtinefndar Ósmanns.
 
Herriflakvöld Fimmtudaginn 23 Júní kl 20.00
 
Veiðirifflakvöld Fimmtudaginn 21 Júlí kl.19.30
Síðast var troðfullt í skothúsinu, hvar verður þú í ár!
 
Fjölskyldudagur 21 Ágúst kl 14.00
 
Hvetjum sem flesta að mæta á þessa viðburði og hafa gaman af.
 
Fyrir hönd skemmtinefndar
 
Indriði.
 

Bankaupplýsingar

Nafn:

Skotfélagið Ósmann

Farsími:

Jón Pálma 858-9233 Erlingur 852-2506

Heimilisfang:

Háahlíð 12

Staðsetning:

550 Sauðárkrók

Kennitala:

500791-2099

Bankanúmer:

0310---26---001900
Flettingar í dag: 200
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 1006
Gestir í gær: 259
Samtals flettingar: 599348
Samtals gestir: 67992
Tölur uppfærðar: 30.10.2024 03:49:59