Veiðirifflakvöld Ósmanns verður haldið fimmtudaginn 22 Júlí kl 19.30.
Formið verður með svipuðu sniði og í fyrra, en spurning um eitthvað óvænt, aldrei að vita.
Það verður gaman að sjá hvaða tilþrif standa uppúr í ár.
Þetta er öllum opið, þannig að þið sem eruð á ferðalagi, og eruð í Skagafirði og hafið lausan tíma, þá endilega kíkið við til að sjá, spjalla og ofl.
Heitt kaffi á könnunni.
Fyrir hönd skemmtinefndar.
Indriði
Herrifflakvöld
Skrifað af Indriði Ragnar Grétarsson.
Mánudagur, 21. Júní 2010 22:13
Haldið verður Herrifflakvöld fimmtudaginn 24/6 kl 19,30.
Þetta verður með svipuðu sniði og í fyrra.
Endilega kíkið við í spjall, kaffi og svo auðvitað að skjóta á hins og þessi
skotmörk með herrifflunum ykkar.
Alli velkomnir
Fyrir hönd skemmtinefndar.
Indriði
Kynning á Vinci
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Fimmtudagur, 03. Júní 2010 19:12
Kynningin hjá Veiðihúsinu Sakka verður á morgun föstudag, frá kl 19-21 á Skotsvæði Ósmanns,
Allir velkomnir.
Kynning verður á tæknilegum breytingum sem átt sér hafa stað frá fyrri gerðum Benelli og eftir að því lýkur geta menn skellt sér út á völl og skotið nokkrum skotum til að fá raunverulega tilfinningu fyrir byssunni.
Kynning
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Miðvikudagur, 26. Maí 2010 22:34
Veiðihúsið Sakka og Skotfélagið Ósmann munu standa fyrir kynningu á nýju Benelli Vinci byssunni föstudaginn 4. júní, Kynningin mun byrja milli 19-20, Nánar auglýst síðar.
Kjartan Lorange mun kynna byssuna fyrir Veiðihúsið og eftir kynninguna verður gestum boðið út á skotsvæði Ósmanns til að prófa,
Félagsmenn hvattir til að mæta og allir aðrir velkomnir.
Hér er video sem að sýnir aðeins um byssuna fyrir þá sem að eru áhugasamir.
Núna fer allt að fara á fullt hjá okkur vegna heimsókna í sumar, Völlurinn kom mjög vel undan vetri og allt í góðu standi þar.
Völlurinn er upptekinn eftir hádegi fimmtudaginn 13. maí vegna afmælisfagnaðar Sigurfinns Jónssonar.
Aðalfundi lokið
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Þriðjudagur, 11. Maí 2010 08:01
Jæja, Þá er aðalfundi lokið, Hann var fimmtudaginn 6. maí, Venjuleg aðalfundarstörf voru á dagskrá, Ekki voru miklar breytingar á stjórn, Sigurfinnur Jónsson hætti sem varamaður eftir langt og farsælt starf, Jón Brynjar Kristjánsson tók við af honum.
Félagið hafði í nokkurn tíma verið að undirbúa að heiðra nokkra félagsmenn sem heiðursfélaga fyrir langt starf í þágu félagsins og var það gert á aðalfundinum, Hilmir Jóhannesson, Stefán Pálsson og Sigurfinnur Jónsson voru heiðraðir og þökkum við þeim fyrir langt og farsælt starf í þágu félagsins.
Skýrsla stjórnar er komin á netið, Hægt að nálgast hana hérna vinstra megin undir Skýrslur, Þar er einnig að finna skýrslu skemmtinefndar fyrir síðasta ár.
Opni dagurinn.
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Laugardagur, 01. Maí 2010 17:12
Opinn dagur var á skotsvæði Ósmanns í dag, Viljum við þakka öllum fyrir sem kíktu við,
Það komu hátt í 100manns í heimsókn til okkar í dag og þáðu kjötsúpu og kaffi og prufuðu að skjóta af hinu og þessu.
Opinn dagur
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Fimmtudagur, 29. Apríl 2010 21:44
Núna rennur árviss viðburður í garð, En það er Opinn dagur á Skotvelli Ósmanns,
Opið verður hjá okkur laugardaginn 1. maí og opið er frá kl 13 til 16
Vonumst til að sjá sem flesta kíkja í heimsókn.
Aðalfundur 6. maí
Skrifað af Arnar Snær Gunnarsson
Mánudagur, 26. Apríl 2010 09:40
Aðalfundur Skotfélagsins Ósmanns verður 6. maí kl 18:00 í rauðakross húsinu,
Venjuleg aðalfundarstörf á dagskrá.
Vegna fundsins fellur félagsfundur niður sem átti að vera mánudaginn 3. maí.