Skotvís og Ósmann í samstarfi við Hlað verða með hleðslunámskeið í Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki
(málmiðnaðardeild) laugardaginn 21. maí næst komandi.
Fyrra námskeiðið hefst kl. 11 og er búið kl. 13 og seinna námskeiðið hefst
kl. 14 og er búið kl. 16.
Námskeiðið er að sjálfsögðu frítt fyrir félagsmenn í Skotvís og Ósmann.
Fjöldi þátttakenda miðast við 8 manns á hvoru námskeiði.
Námskeiðin veita E-leyfisréttindi (hleðsluréttindi) en til að öðlast hleðsluréttindi þurfa þeir
sem sitja námskeiðin að hafa B-leyfisréttindi í sínu skotvopnaleyfi.
Á námskeiðinu verða kynntar hleðsluvörur frá Hlað.
Upplýsingar og skráning.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar, sem og þeir sem vilja sækja námskeiðin geta sent póst á Indriða R. Grétarsson ( [email protected] Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. ) til að tilkynna þátttöku en þar þarf að koma fram nafn, kennitala og ósk um hvort
viðkomandi vilji vera á fyrra eða seinna námskeiðinu.
Kveðja Skotvís/Ósmann og Hlað |